Innsævi: Fríða Ísberg segir frá

10. July, 2024

Fríða Ísberg er rithöfundur og skáld. Verk hennar eru ljóðabækurnar „Slitförin“ og „Leðurjakkaveður“, smásagnasafnið „Kláði“ og skáldsagan „Merking“, en fyrir hina síðastnefndu hlaut Fríða Íslensku Bjartsýnisverðlaunin 2021, Fjöruverðlaunin 2022 og Per Olov Enquist verðlaunin 2022. Með Svikaskáldum hefur hún gefið út þrjár ljóðabækur og skáldsöguna „Olíu“ sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verk hennar hafa verið þýdd á 19 tungumál. Hún skrifar af og til bókmenntagagnrýni fyrir Times Literary Supplement.
Fríða býður gestum í Randulffssjóhús þar sem hún mun segja frá sínum verkum og skapandi ferlum.
—————————————————————————
Friða Ísberg is a writer and poet. Her works are the poetry books „Slitförin“ and „Leðurjakkaveður“, the collection of short stories „Kláði“ and the novel „Merking“. With Svikaskáld, she has published three books of poetry and the novel „Oil“, which was nominated for the Icelandic Literature Prize. Her work has been translated into 19 languages. She occasionally writes literary reviews for the Times Literary Supplement.
Fríða invites visitors to Randulffssjóhús, where she will talk about her works and creative processes