Innsævi: Dundur – tónleikar
12. July, 2024
Dundur er sólóverkefni Guðmundar Höskuldssonar gítarleikara og tónlistarmanns í Neskaupstað. Guðmundur mun koma fram undir nafninu Dundur í Tónspili, Neskaupstað þann 12. júlí en tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Það kostar 2.500 krónur inn á tónleikana.
Guðmundur hefur verið lykilmaður í norðfirsku tónlistarlífi síðustu árin og tekið þátt í fjöldanum öllum af verkefnum, tónleikum og útgáfuverkefnum. Hljómplata undir nafni „Dundurs“ kom út síðastliðinn nóvember sem ber titilinn „Tilvera“. Með Guðmundi á þeirri plötu spila hinir sömu og flytja „Tilveru“ á tónleikunum: Þórir Baldursson á hljómborð, Birgir Baldursson á slagverk, Hafsteinn Már Þórðarson á bassa og Guðmundur sjálfur spilar á gítar. Í gagnrýni um plötuna segir að „Tilvera“ sé vönduð plata þar sem melódíurnar fái að skína og þar sem spilamennskan beinlínis glitri af reynslu og öryggi.
Guðmundur hefur víða komið við síðustu áratugi eða allt frá 1975 þegar hann spilaði í fyrsta sinn opinberlega með hljómsveitinni Piccalo. Síðustu árin hefur hann spilað með Coney Island Babies í Neskaupstað ásamt því að taka þátt í ýmsum verkefnum, útgefnum sem og tónleikum.
—————————————————————————
Dundur is a solo project by Guðmundar Höskuldsson, a guitarist and musician in Neskaupstað. Guðmundur will perform under the name Dundur in Tónspil, Neskaupstaður on July 12th, and the concert starts at 21:00. A ticket for the concert is 2500 isk.