Innsævi: Á Ljúflingshól með Hallveigu og Hrönn
23. June, 2024
Stöllurnar Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari dýfa sér í laug íslenskrar leikhústónlistar í tónleikaröðinni „Á Ljúflingshól” á ferðum sínum um landið í ár með viðkomu á Innsævi áður en haldið verður til Kanada og Kína næsta vetur.
Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði þann 21. apríl en á tónleikunum verður farið vítt og breitt um íslenska leikhústónlistarsögu og flutt lög eftir marga af okkar ástsælustu leikhústónlistarhöfundum, svo sem Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson og þá bræður Jón Múla og Jónas Árnasyni.
Hallveig og Hrönn þarf vart að kynna, þær hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarna áratugi og hafa starfað saman bæði hérlendis og erlendis frá árinu 1998.
Tónleikarnir verða haldnir í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði og byrja kl. 16:00 sunnudaginn þann 23. júní. Miðaverði á tónleika Innsævis er stillt í hóf en það kostar 2.500 krónur inn.