Innsævi
21. June, 2024
Á Innsævi verður Saga Unn með innsetninguna „Þýðing 2.0” sem er þriðja innsetningin í seríu af verkum sem eru unnin úr gömlum tungumála bókum. Verkefni Sögu fer næst til Kína þar sem innsetningin verður sett upp í nýrri útgáfu, unnin úr Kínverskum kennslubókum, með áætlaða sýningu í október 2024. Innsetningarnar komu til af pælingum um hið skapandi-og-tapandi ferli sem á sér stað við þýðingar. Um meiningunna sem er sköpuð eða glötuð, um ferlið sem býr til nýjar meiningar en einkum að þetta gildi jafnt um alla sköpun, að öll sköpun feli í sér tap meiningar, eyðileggingu og ruglun í sama magni.
Sýningin verður í Gömlu Netagerðinni föstudaginn þann 21. júní og hefst kl.17:00.
—————————————————————————
Saga Unn er listahöfundur sem býr og starfar á Eskifirði. Saga útskrifaðist frá Lasalle College of the Arts með BfA í myndlist árið 2016 og hefur síðan þá tekið þátt í sýningum í Singapúr, Japan og á Íslandi. Í verkum sínum fæst Saga mikið við samband fólks og listar við náttúruna. Verk Sögu eru oftar en ekki huglæg og unnin úr fjölbreyttu efni en hún hefur þó sérstaklega unnið með innsetningar þar sem hlutir og efni úr daglegu lífi eru endurunnir í list.
Árið 2021 útskrifaðist Saga úr Japönsku frá Háskóla Íslands og beinti þá sjónum að sambandi sjónlistar, tungumála og texta. Það gerir hún í verkefninu „Þýðing” sem Menningarstofa Fjarðabyggðar hefur staðið á bak við síðan 2023 en Saga hlaut styrk fyrir sex vikna dvöl í Sapporo í gestaíbúð Tenjinyama Art Studio, þar sem verkefnið „Þýðing” hófst. Í Sapporo endurvann Saga Japanskar kennslubækur í innsetningu sinni „I don’t know, I just had to” (2023) sem sýnd var, í tveimur hlutum, í Japan. Verkefnið var líka sett upp á Eskifirði í Jensenshúsi í samvinnu við Menningarstofu Fjarðarbyggðar, þá með titilinn „Þýðing” í desember 2023.
—————————————————————————
At Innsævi, Saga Unn will have the installation „Translation 2.0“, which is the third installation in a series of works made from old language books. Saga’s project will next go to China, where the installation will be installed in a new version, adapted from Chinese textbooks, with a scheduled exhibition in October 2024.
The installations were born out of reflections on the creative-and-losing process that occurs in translation. About the meaning that is created or lost, about the process that creates new meanings, but especially that this applies equally to all creation, that all creation includes the loss of meaning, destruction and confusion in equal measure.
The exhibition will be held in Gamla Netagerðin (The old fishnet factory) in Neskaupstaður on Friday, June 21st and starts at 5:00 p.m.