Hulduheimar | Augnablikin á Berunesi

Berunes HI Hostel

26. August, 2023 - 29. August, 2023

Þokuslæða hylur himininn fyrir austan og teygir úr sér um fjörðinn. Víða leynast kristallar og leir í læknum sem líður fram hjá bænum. Hulduheimar myndlistarsýning á vinnustofu Augnablika á Berunesi í Berufirði sem fer fram 26. ágúst 2023 frá kl. 14 til 17. Sýningin mun standa yfir í þrjá daga til 29 ágúst.
Augnablikin er samstarf Antoníu Berg og Írisar Maríu Leifsdóttur og fjallar um ferli jarðefna í listsköpun. Þær þrá að komast nær jarðefnum og nýta aðrar linsur til að upplifa fyrirbærið. Þær segja að það sé alltaf eitthvað hulið, þegar litið er nær, forma jarðefnin landslag sem er kunnugt, en fjarri okkar heimi. Jarðefnasöfnun Augnablika um Austfirði verður til sýnis. Jarðefnin fara í nýjar kringumstæður í sýningarrými, á vinnustofu Augnablika sem tekur á sig ýmsar myndir og móta nýjan heim. Á sýningunni bjóða þær gestum að gægjast inn í hulduheima jarðefna og vonast til að kveikja forvitni á nærumhverfi okkar. Þær skapa rými þar sem forvitni og barnslegur leikur fær að ráða.
Í sumar settu þær upp menningardagskrá Berunes í Berufirði styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands.
Sérstakar þakkir hljóta: Farfuglaheimili Berunes, Anna, Óli, Sirra, Anton Sturla, Breki, Sarah og Andrea Eik.
//
Fog covers the sky in the East and stretches across the fjord. In many places, crystals and clay are hidden in the creek by Berunes. Augnablikin invites you to their Hidden world, Hulduheimar at their studio in Berunes, Berufjörður the 26th of August 2023 from 14 to 17. The exhibition is open for three days.
Augnablikin is a collaboration between Antonía Berg and Íris María Leifsdóttir with the desire to open the discussion about found raw materials like clay and bog iron. They paint with natural materials and make sculptures with them. They want to peek into the hidden world of materials from the East and use other lenses to experience the phenomenon.
This summer they set up culture events in Berunes in Berufjörður supported by Uppbyggungarsjóður Austurlands.
Special thanks to: Hostel Berunes, Anna, Óli, Sirra, Anton Sturla, Breki, Sarah and Andrea Eik.