Hrollvekjukvöld

Tjarnargarðurinn Egilsstöðum

4. November, 2022

Hrollvekjukvöld í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum
Föstudaginn 4. nóvember kl. 20 – 21 verður Hrollvekjukvöld í Tjarnargarðinum fyrir alla fjölskylduna.
Dagskráin hefst á hrollvekjusögu og síðan verður opið í skuggalega gönguleið sem krefst þess að leysa þrautir til þess að komast áfram. Gönguleiðin er tilvalin fyrir fjölskyldur og tekur hæfilegan tíma. Eftir að búið er að leysa þrautirnar er boðið upp á heitt kakó.
Börn yngri en 12 ára þurfa að mæta í fylgd með fullorðnum vegna útivistartíma barna.
Við hvetjum alla til að mæta í búningum!
Viðburðurinn er hluti af Dögum Myrkurs, #dagarmyrkurs og er samstarfsverkefni Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum og Múlaþings