Hrekkjavöku hönnunarsmiðja

Félagsmiðstöðin Prízund Breiðdalsvík

27. October, 2022 - 1. November, 2022

Hönnunarsmiðja fyrir krakka og unglinga á aldrinum 10- 16 ára þar sem við munum búa til upplifun í rými í anda hrekkjavökunnar. Það gæti til dæmis verið draugahús. Krakkarnir munu vinna verkið frá hugmynd til framkvæmdar þannig að þau munu fá þjálfun í hugmyndavinnu, hanna og búa til skreytingar og props, concepthönnun, uppsetningu og svo framkvæmd. Á endanum setjum við upp draugahús þar sem þau geta ef þau vilja nýtt sýna leikrænu hæfileika.
Smiðjurnar munu fara fram fimmtudag og föstudag kl.11 -14 og mánudag kl.14-17. Draugahúsið verður svo opið 1.nóv
Þau geta valið um að taka þátt í öllu námskeiðinu eða bara stökum dögum
Verð fyrir allt námskeið: 10.000kr
Stakur dagur: 5000kr
Innifalið er: Kennsla, efni, rými og frír aðgangur fyrir fjölskyldu í draugahúsið
Smiðjan er haldin í samstarfi við Menningarstofu Fjarðabyggðar.
Skráið krakkana með því að senda msg hér eða e-mail á [email protected]
Með fyrirvara um að lágmarksþáttaka náist
Um leiðbeinanda:
Ég heiti Heiðdís Þóra og er rýmis- og upplifunarhönnuður. Ég hef reynslu af leikmyndagerð og uppsetningu á viðburðum og hef einnig áður verið með upcycling smiðjur fyrir krakka.