Hólmanes – Náttúruganga
Tanni Travel
5. July, 2022
Ferðin
Ganga í Hólmanesi lætur lítið yfir sér en er stórkostleg náttúruganga fyrir göngugarpa á öllum aldri.
Hólmaborgirnar tvær eru ævintýralegar og Hólmatindurinn er tilkomumikill þar sem hann rís 985 m.y.s.
Hólmanes er að hluta til friðlýst sem fólkvangur og að hluta sem friðland. Þar er mikið fuglalíf og kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru.
Tiltölulega auðveld ganga, rétt undir 5 km.
Staðir Hólmanes
Tími 2-3 klst
Erfiðleikastig Létt
Verð
5.900.- kr per mann
2.995.- kr fyrir börn (6-15ára)
Frítt fyrir ungabörn (0-5ára)
Brottfarastaður:
Mæting á Hólmanes bílastæði kl 16:00 áður en ferðin hefst.
Sjá kort
Taka með:
- Góðir gönguskór
- Lítinn bakpoka
- Föt eftir veðri
- Nesti
- Vatnsflösku
Innifalið:
- Leiðsögumaður á íslensku/ensku
Annað:
- Börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum
Frekari upplýsingar og bókanir eru á heimsíðu Tanna Travel: Hólmanes – TANNI TRAVEL