Hlýtt heimili: Fræðsla um varmadælur og styrki

3. December, 2025

Eygló verkefni Austurbrúar og Búnaðarsamband Austurlands bjóða íbúa Austurlands velkomna á fundi víða í landshlutanum. Fjallað er um styrkmöguleika sem standa til boða fyrir heimili sem vilja spara orku og lækka rekstrarkostnað við húshitun.
Sérfræðingur frá Umhverfis- og orkostofnun flytur fræðsluerindi og verkefnastjóri Eyglóar fer yfir fjölbreytta valkosti við húshitun. Að lokinni kynningu verður tími fyrir umræður og spurningar frá fundargestum.
Fundarröðin verður á eftirfarandi stöðum:
3. desember
12:00 – Hjaltalundur, Hjaltastaðaþinghá
16:00 – Gamla kaupfélagið, Breiðdalsvík
19:30 – Hótel Framtíð, Djúpavogi
4. desember
12:00 – Mikligarður, Vopnafirði
7. janúar
12:00 – Végarður, Fljótsdal
16:00 – Fróðleiksmolinn, Reyðarfirði
20:00 – Brúarás, Jökulsárhlíð
8. janúar
12:00 – Fjarðaborg, Borgarfirði eystri
Hlökkum til að sjá ykkur!
Secret Link