Hipsumhaps í Havarí

4. July, 2020

Það er með gríðarmiklum fögnuði sem við tilkynnum að vonarstjörnur íslenskrar dægurtónlistar, Hipsumhaps, leika í Havarí laugardagskvöldið 4. júlí.

Hipsumhaps kom eins og ferskur norðangarri inn í íslenskt tónlistarlíf með lögum eins og Lífið sem mig langar í, Honný, og Fyrsta ástin. Platan þeirra Best gleymdu leyndarmálin er drekkhlaðin af smellum sem skauta á milli nýrómantíkur og blákalds realisma og hafa svo sannarlega hitt þjóðarsálina lóðbeint í hjartastað. Hipsumhaps hafa aldrei leikið áður á Austurlandi og þessvegna um einstakan viðburð að ræða sem þú skalt alls ekki láta framhjá þér fara!