Hernámsdagurinn á Reyðarfirði 2022

2. July, 2022

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 2. júlí nk.
Í boði er fjölbreytt dagskrá og eru íbúar hvattir til að mæta og njóta dagsins á Reyðarfirði.

Safnið opnar klukkan 13:00 (frítt inn).
Dagskrá: ( frítt inn á alla dagskrárliði)

Kl. 14
Fjölskylduganga Skógræktarfélags Reyðarfjarðar
Gengið verður frá Íslenska stríðsárasafninu um skógræktarsvæði félagsins (með leiðsögn) innan við Búðará og þaðan upp með ánni. Boðið verður upp á veitingar að göngu lokinni.

Athugið að stígar á svæðinu eru í misjöfnu ásigkomulagi. Þar eru brattar brekkur, þröngir stígar og undirlag misjafnt. Hægt er að fara með barnavagna og -kerrur en gæta þarf varúðar. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að gæta sérstaklega að börnum. Gangan er um 2 km. og tekur um 1 klst.

Kl. 15
Sögustund og hernámsterta.
Safnið býður uppá svaladrykki og hernámstertu.
Þórður Vilberg Guðmundsson, sagnfræðingur, mun fræða gesti um hernámið og tíðaranda heimsstyrjaldarinnar síðari.

Kl. 17-20
Fish & Chips / Grillaðir hamborgarar
Hildibrand verður með fisk og franskar „Fish & Chips“ til sölu á svæðinu og einnig verða til sölu grillaðir hamborgara fyrir þá sem það vilja.

Kl. 20
Draugar fortíðar í bragganum: Umsjónarmenn hins geysivinsæla Hlaðvarps Draugar fortíðar þeir Baldur Ragnarsson og Flosi Þorgeirsson mæta í braggann á Stríðsárasafninu í eigin persónu og fjalla um seinni heimsstyrjöldina á sinn einstaka hátt og beina sjónum sínum sérstaklega til Íslands og að Austurlandi, í yfirferð sinni. Hér er á ferðinni fræðandi en umfram allt skemmtilegt spjall tveggja félaga þar sem farið er í sögulegt efni á frumlegan og aðgengilegan hátt.