Helgustaðanáma – Gengið með landvörðum

8. September, 2024

Á sunnudaginn 8. september klukkan 13:00 mun landvörður leiða göngu í Helgustaðanámu. Farið verður frá bílastæði við salernishús.
Helgustaðanáma er gömul silfurbergsnáma í landi Helgustaða í Fjarðabyggð sem var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Helgustaðanáma er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi en þar var silfurberg grafið úr jörðu frá því á 17. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar.
Í göngunni má líta silfurbergsæðar, silfurlækinn og minjar um námuvinnslu. Hugrakkir fá tækifæri til að fara inn í námugöngin í fylgd landvarðar. Ath. að farið er í göngin á eigin ábyrgð og að börn verða að vera í fylgd fullorðins umsjónaraðila.
Vegalengd: 1 km
Hækkun: 60 m
Tími: 1,5 klst.
Búnaður: Góðir skór, fatnaður eftir veðri. Nauðsynlegt er að hafa hjálm og höfuðljós eða vasaljós þegar farið er í námugöngin.