Haustroði 2020
3. October, 2020
Hinn árlegi og stórskemmtilegi viðburður Haustroði verður haldinn í félagsheimilinu Herðubreið laugardaginn 3. október nk. með tilheyrandi markaðsstemmningu, sultugerðarkeppni og vonandi ljómandi góðu haustveðri.
Einnig verður opið í Skaftfelli, sölusýning verður í Blóðberg með verkum Ísaks Óla Sævarssonar og ýmiss tilboð í gangi!
COVID upplýsingar: Gætum ýtrustu varkárni og virðum reglur um nálægðartakmarkanir og sóttvarnir.
*Virðum 1 metra nándarmörk
*Sprittum og þvoum hendur vel
*Nötum grímu sé þess þörf
*Höldum okkur heima ef við finnum fyrir flensulíkum einkennum
*Virðum 1 metra nándarmörk
*Sprittum og þvoum hendur vel
*Nötum grímu sé þess þörf
*Höldum okkur heima ef við finnum fyrir flensulíkum einkennum
Viðburðir verða aðlagaðir að þeim sóttvarnarreglum sem í gildi eru.
SCHEDULE · LAUGARDAGUR, 3. OKTÓBER 2020
10:00 – 11:00
Íþróttaskólinn fer í Haustroðalitina. Allir kátir krakkar mæta í gulu, rauðu eða appelsínugulu!
11:00 – 13:00
Sundhöllin: Upphituð laug.
12:00 – 16:00
Matar- og markaðsstemmning í Herðubreið
12:00 – 16:00
Blóðberg: Sölusýning Ísaks Óla
12:00 – 16:00
MarkaðsBRAS barna. Markaður þar sem börn geta selt, keypt, gefið eða sýnt dót, list, fatnað eða jafnvel eitthvað matarkyns!
13:00 – 14:00
BRAS BÍÓ: „Fimm í bransanum“ – kvikmynd eftir upprennandi seyðfirska kvikmyndagerðarmenn
14:00 – 14:30
BRAS BÍÓ: Kvikmyndin „Sing with meaning“, teiknuð stillumynd um Violeta Parra. Íslenskur texti.
15:30
Úrslit sultukeppni Haustroða – glæsilegir vinningar!
16:00
Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi: Leiðsögn um sýningu PREFAB/FORSMÍÐ
17:00 – 18:00
Sundhöllin: Hugleiðsla & flot. Laugin upphituð og þeir sem eiga flothettur hvattir til þess að koma með þær. Athugið að vera tímanlega, húsinu verður lokað kl. 17:10 til að tryggja ró.