Hatari í Sköpunarmiðstöðinni
10. July, 2021
Tónleikar Hatara
10. júlí kl. 21:00 í Sköpunarmiðstöðinni, Stöðvarfirði
Húsið opnar 20:30
Aðgangur ókeypis
Sköpunarmiðstöðin fagnar 10 ára afmæli sínu og býður af því til efni til tónleika með hljómsveitinni Hatara. Allir velkomnir.
Auk tónleika Hatara er boðið upp á glæsilega hátíðardagskrá fyrr um daginn.
Dagskrá
Kl.14:00 – Húsið opnar, gestum er boðið á pop-up kaffihús Kaffi Kvarnar og tónlistarfluttning Margrétar Arnardóttur.
- 14:30 – Leiðsögn um Sköpunarmiðstöðina
Kl. 15:00 – Setning afmælishátíðar, Signý Ormarsdóttir, Ívar Ingimarsson og Una Sigurðardóttir flytja erindi. Boðið verður uppá léttar veitingar og tónlistarfluttning Jóhönnu Seljan.
Kl. 17:00 – Ahjúpun útilistaverks eftir Arngrím Sigurðsson.
Kl. 21:00 – Tónleikar Hatara, húsið opnar kl. 20:30 og folk er beðið um að mæta tímanlega.
Ókeypis aðgangur er að allri dagskránni og mun framkvæmd viðburðarins taka mið af gildandi stóttvarnarreglum
Athugið að aðeins er hægt að taka á móti þeim fjölda sem húsrúm leyfir. Vilji fólk tryggja sér aðgang að tónleikum Hatara er hægt að forskrá sig með því að senda póst á [email protected]. Sendið fullt nafn, kennitölu og símanúmer. Ekki er tekið við skráningu eftir kl 15:00 föstudaginn 9. júlí.
Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Menningarstofu Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöð Austurlands. Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkir verkefnið.