Hammondhátíðin 2025: Ríkey ásamt hljómsveit

24. April, 2025

Fyrra atriðið sem við kynnum í dag er okkar eigin Ríkey ❤

Djúpavogsmærin Ríkey Elísdóttir ætlar að starta hátíðinni í ár og kemur fram ásamt hljómsveit sem samanstendur af austfirskum ungmennum: Bragi Már Birgisson á gítar, Auðun Lárusson Snædal á bassa, Svandís Hafþórsdóttir á allskonar, Benedikt Árni Pálsson á gítar, Logi Beck á trommur og Ágúst Bragi Daðason á hammondorgel.

Okkur finnst dásamlegt að geta startað hátíðinni á heimamanneskju og hlökkum til að kynna gestum hátíðarinnar fyrir Ríkey