Hammondhátíðin 2025: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar

26. April, 2025

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar koma fram á laugardagskvöldinu 26. apríl á Hammondhátíð 2025 🎉
Hafi verið kominn tími á eitthvað í heimi Hammondhátíðar, þá er það að fá Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar aftur til okkar.
Þessi ótrúlega mulningsvél orku og stemmningar kom síðast fram á Hammondhátíð árið 2015 og við teljum að æskilegt sé að láta ekki líða meira en 10 ár á milli þess að bjóða gestum hátíðarinnar upp á þessa dæmalausu snilld.
Jónas og Ritvélarnar hafa verið að koma fram uppá síðkastið eftir nokkurra ára pásu og það er ekki ofsögum sagt að þeim hafi verið vel tekið, í kjaftfullum tónleikasölum hvar sem þau koma.
Það verður enginn svikinn sem mætir á tónleika með Jónasi og Ritvélunum. Einhvern tímann líktum við tónleikum þeirra við trúarlega upplifun. Við getum allavega lofað því að þið komið út af tónleikunum sem betri manneskjur. Við erum jafnvel til í að fullyrða að það sé vísindalega sannað!
🎫 Miðasala á www.hammondhatid.is
📃 Þar getið þið líka kynnt ykkur dagskrána í heild og margt fleira!