Hammondhátið 2025: SúEllen
25. April, 2025
Seinna atriðið sem við kynnum í dag!
Það er okkur sannur heiður að bjóða upp á hina goðsagnakenndu SúEllen frá Neskaupsstað á Hammondhátíð 2025!
Þeir bætast við föstudagskvöldið, ásamt FM Belfast sem áður hafa verið kynnt.
SúEllen er ein lífseigasta hljómsveit Íslandssögunnar en hún var stofnuð árið 1983 í Neskaupstað. Blómaskeið hljómsveitarinnar var frá 1987-1994 en það má segja að alla tíð síðan hafi hljómsveitin og lög þeirra lifað góðu lífi.
Nægir þar að nefna smelli eins og Elísa, Kona, Ferð án enda og fleiri lög sem lifað hafa með þjóðinni.
Liðsskipan hljómsveitarinnar hefur verið eins frá 1988 utan þess að hljómborðsleikari sveitarinnar Ingvar Lundberg lést árið 2022 og er hans sárt saknað. Jóhann Ingvason spilar nú á hljómborðið.
SúEllen hefur átt góða spretti í tónleikahaldi og útgáfu á safnplötu og plötu með nýju efni hin seinni ár. Nú í ár er fyrirhugað tónleikahald og útgáfa á nýju lögum.
Við hlökkum til að bjóða gestum Hammondhátíðar upp á SúEllen