Hálendishringur

Tanni Travel

3. August, 2022

Ferðin

Brottför frá Egilsstöðum kl. 08:00, ekið verður sem leið liggur að Rjúkanda á Jökuldal. Þar er gert stutt stopp og fossinn skoðaður. Þaðan liggur leiðin að Stuðlagili sem er einn fegursti staður á Íslandi. Þar er stoppað í um 2-3 klukkutíma, en gangan hvora leið tekur um þrjátíu mínútur.

Eftir að hafa notið stórbrotinnar fegurðar Stuðlagils sem lætur engan ósnortinn höldum við áfram inn á hálendið á Hafrahvammagljúfri þar sem við stoppum einnig og skoðum mikilfengleikann, 200 m. djúpt gljúfrið.

Þá er haldið að Hálslóni og Kárahnjúkum og horft yfir allra stærstu virkjun á Íslandi og eina þá stærstu í Evrópu.

Við keyrum svo sem leið liggur með Snæfelli og niður í fljótsdal og endum daginn á heimsókn í Óbyggðasetur Íslands áður en við höldum aftur til Egilsstaða í gegnum stærsta skóg á Íslandi, Hallormsstaðaskóg.

Staðir 
Rjúkandi – Stuðlagil – Hafrahvammsgljúfur – Hálslón – Fljótsdalur
Tími  
8-9 klst
Erfiðleikastig 
Létt

Verð:
27.300.- kr per mann
13.650.- kr fyrir börn (6-15ára)

Brottfarastaður: 
Farið verður frá Hús Handanna kl. 9:00 – Miðvangur, 700 Egilsstaðir
Sjá kort

Taka með:

  •   Góðir gönguskór
  •   Lítinn bakpoka
  •   Föt eftir veðri
  •   Nesti
  •   Vatnsflösku

Innifalið: 

  • Leiðsögumaður á íslensku/ensku
  • Aðgangur í Óbyggðasetrið

Annað:

  • Börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum

Frekari upplýsingar og bókanir eru á heimsíðu Tanna Travel: Hálendisferðin – TANNI TRAVEL