Gunnar Freyr: ljósmyndasýning

13. June, 2021 - 27. June, 2021

Gunnar Freyr: ljósmyndasýning
13. – 27. júní í Gallerí Klaustri, Skriðuklaustri
Aðgangur ókeypis

Gunnar Freyr Gunnarsson er fæddur og uppalinn í Danmörku en flutti til Íslands árið 2015 með þann draum að gera náttúruljósmyndun að atvinnu. Hann stundaði nám við Ljósmyndaskólann í Reykjavík árið 2016 og hefur síðan lagt rækt við ástríðu sína fyrir íslensku landslagi. Hann hefur starfað sem atvinnuljósmyndari síðustu fimm ár og hefur unun af að upplifa Ísland gegnum myndavélalinsuna og deila þeirri upplifun með öðrum gegnum magnaðar ljósmyndir af landi og þjóð.

Orðspor Gunnars hefur farið víða og haslað honum völl sem ljósmyndara. Hann er með yfir 400 þús fylgendur á Instagram, hann er norænn sendiherra Canon og nú er tækifæri til að skoða myndir hans í Gallerí Klaustur.

Sýningin opnar sunnudaginn 13. júní og verður til 27. júlí. Opið er á sýninguna á opnunartíma safnsins.