Guðmundur R. ásamt hljómsveit – 50/50

22. July, 2020

Guðmundur R. Gíslason stendur fyrir þriðju tónleikum Sumartónleikaraðar Bláu kirkjunnar þetta sumarið ásamt hljómsveit. Tónleikarnir bera yfirskriftina 50/50 og hefjast kl. 20:30.

Guðmundur R. hefur í gegnum tíðina sungið popp- og rokktónlist. Hann var söngvari hljómsveitarinnar SúEllen og söng með sveitinni inn á 4 plötur. Auk þess hefur hann gefið út þrjár sólóplötur.
Á tónleikunum í Bláu kirkjunni mun Guðmundur, ásamt Jóni Hilmari, Þorláki Ægi og slagverksleikara, flytja lög af nýjustu plötu sinni „Sameinaðar sálir“ en sú plata hefur fengið frábæra dóma. Hann mun einnig syngja eldri lög ef ferlinum sem allir þekkja.
María Bóel Guðmundsdóttir verður sérstakur gestur á tónleikunum. Hún er í tónlistarnámi og hefur gefið út eitt lag. Auk þess fékk hún flest atkvæði í símakosningu í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2019.