Grýla

Stríðsárasafnið, Reyðarfjörður

1. July, 2022

Föstudagur 1.júlí kl.16:00-19:00
Grýla er persóna sem maður vill ekki hafa á móti sér en rætur hennar má rekja aftur til 13. aldar. Í gamla daga voru sögur og ljóð skrifuð um þennan einstaka karakter sem Grýla er. Sérstaklega var skrifað um stuttlifuð ástarævintýri hennar, en samkvæmt sögunum át hún t.d. einn ástmann sinn í morgunmat þegar hún hafði fengið leið á honum. Á margan hátt er Grýla fyrsti femínisti Íslands, en í dag er hún þekkt sem „vonda stjúpan“, eða bara sem mamma íslensku jólasveinanna sem stelur og borðar börn sem haga sér illa kringum jólin.
Sögulega séð hefur samfélagið ekki komið vel fram við sterka kvenkyns karaktera. Evu var kennt um fall mannkyns og Pandóra var ásökuð um að hleypa illsku inn í heiminn en þetta eru bara sögur, skrifaðar af mönnum sem sýna konur í þessu kunnuglega neikvæða ljósi.
Ljósmyndarinn og listakonan Berglind Rögnvaldsdóttir kafar ofan í ímyndina um Grýlu í áhrifaríkri innsetningu í gömlum bragga á Reyðarfirði. Grýla er ljósmyndaverk sem skoðar sögu Grýlu gegnum kvenkyns rödd, Grýla sem er ekki gaslýst og dreginniður fyrir sinn sterka karakter heldur fagnað og leyft að vera hún sjálf með öllum sínum kostum og göllum. Myndirnar eru samsettar ljósmyndir sem mynda eina heild, íslensk náttúra og íslenski kvenlíkaminn spila þar lykilhlutverk.