Grallaraferð yfir Gönguskarð

12. July, 2020

Þann 12. júlí verður gengið úr Njarðvík, um Gönguskarð yfir í Stapavík og þaðan í Unaós. Þessi ferð er hugsuð fyrir fjölskyldur og yngri kynslóðina og því farið hægara yfir.

Tilgangur ferðarinnar er samvera fjölskyldunnar, að börnin takist á við áskoranir, efli trú á eigin getu og læri um nærumhverfið og náttúruna. Leiðin er um 11 kílómetrar, hækkun um 415 metrar og heildartími ferðar, með akstri, um 6-7 klukkustundir. Ferðin er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Lagt er af stað frá húsi Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum, kl 10:00 eftir að hefur verið sameinast í bíla. Hámarksfjöldi er 30 manns og er skráning í netfangið [email protected]. Leiðsögumenn eru Þórdís Kristvinsdóttir og Hildur Bergsdóttir.

Ævintýra- og náttúruferðir fjölskyldunnar er verkefni stutt af Fljótsdalshéraði, Umhverfisráðuneytinu og Lífheim ehf.

Nánari upplýsingar má finna hér.