Gönguskíðaævintýri
Norðan Vatnajökuls
1. March, 2021 - 30. April, 2021
5 dagar – 5 nætur – Dagleiðir um 20km
Stórbrotið landslag, heitar laugar og úrvals fjallaskálar er uppskrift að skemmtilegu vetrarævintýri. Hálendið norðan Vatnajökuls er víðfeðmt og hentar vel til gönguskíðaferða. Lítið er um skarpar hæðarbreytingar en á sama tíma er landslagið fjölbreytt.
1. Möðrudalur – Sænautasel 23km
Eftir morgun flug til Egilsstaða er ekið í 1,5 tíma inn til heiða að hæðsta byggðabóli á Íslandi, Möðrudal. Þar spenna menn á sig skíðin og liggur dagleiðin um Möðrudalsfjallgarðanna, með útsýni yfir Herðubreið, drottningu Íslenskra fjalla, yfir Geitasand og gangan endar síðan við hið sögufræga heiðarbýli Sænautasel, þar sem göngugarpar fá tækifæri til að upplifa að gista í ekta notalegri baðstofu.
2. Sænautasel – Brú 18km
Nú liggur leiðin inn faðm víðar heiðar um söguslóðir Sjálfstæðsfólks. Stefnan er tekin í suður átt, inn með Ánavatni. Meiri líkur eru að rekast á hreindýr en mannfólk á þessu svæði. Dagleiðin endar við bæinn Brú á Jökuldal og gist er í bænum Vaðbrekku.
3. Brú – Laugarvalladalur 18km
Nú er skíðað inn með Jökuls á í Dal. Farið um Mógilsaura og inn Laugarvalladal.
Náttstaður er í gangnamannakofa þar sem heitur lækur rennur fram af kletti og hægt er að baða sig í einstakri laug undir heitri náttúru sturtu.
4. Laugarvalladalur – Sauðárkofi 24km
Frá Laugarvöllum er haldið að hinum hrikalegu Hafrahvammagljúfrum og skíðað meðfram þeim og yfir Jökulsáástíflu og skíðað í átt að Snæfelli áfram í átt að Laugarfelli. Útsýni þennan dag erinn á Vatnajökul.
5. Laugarfell – Óbyggðasetur 16km.
Eftir gott atlæti í Laugarfelli er haldið inn að Kirkjufossi, einumaf fjölmörgum fossum í Jökulsá í Fljótsdal. Þaðan er stefnt út Jökulsá að fossinum Faxa og áfram út Fljótsdalsheiði. Í Óbyggðasetrinu er svo slegið upp veislu og kvöldvöku. Auk þess sem gestir geta nýtt sér baðhús með heitrilaug, gufubaði og slökunarherbergi. Eða skoðað sýninguna um óbyggðir Íslands.
6. Óbyggðasetur – heimferð
Að loknum morgunverði er gestum keyrt á Egilsstaðaflugvöll
Nánari upplýsingar: [email protected]