Ganga á Skæling

28. August, 2021

Ganga á Skæling með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðafélagi Fjarðamanna
28. ágúst kl. 09:00
Brottför frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum
Erfiðleikastig: Miðlungs erfitt

Skælingur er svipmikið klettafjall á milli Loðmundarfjarðar og Húsavíkur í Víkum sem sést langt utan af hafi. Það hefur stundum verið nefnt kínverska hofið þar sem klettaborgin efst minnir á steinrunnið kínverskt musteri. Ekið á Borgarfjörð og þaðan á Nesháls á milli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar, þaðan sem gengið er á Skæling. Skráning til 25. ágúst á heimasíðu ferðafélagsins því mögulega verður gangan færð yfir á sunnudag ef það hentar betur vegna veðurs.

Verð: 2.000 kr.

Umsjón: Stefán Kristmannsson.