Fræ- og plöntuskipti í Safnahúsinu Egilsstöðum

17. March, 2025 - 20. March, 2025

Uppfært 17. mars – Framlengjum um eina viku.
Nú er rétti tíminn til að huga að vorverkunum og því bjóðum við upp á fræ- og plöntuskipti í Safnahúsinu.
Hvernig virka skiptin?
Þú getur einfaldlega valið þér þau fræ sem eru til hjá okkur og þú vilt rækta og í staðinn geturðu komið með fræ sem þú sérð ekki fram á að nota, eða hefur aldrei komist í að sá, til okkar í litla „fræbankann“ okkar í anddyri Safnahússins. Öll fræ velkomin ❤
Eins má skilja eftir afleggjara af plöntum og taka aðra með heim í staðinn.
Skilyrði er að merkja fræin og plönturnar með heiti á íslensku, latínu eða ensku. Safnahúsið býður upp á lítil umslög til að setja fræin í.
Þetta getur því ekki orðið einfaldara og við vonum að sem flestir geti notið góðs af