Fögur fortíð í Fljótsdal – ljósmyndasýning

Skriðuklaustur

1. October, 2022 - 16. October, 2022

Í umhverfinu allt í kring um okkur má sjá ummerki um lífið sem eitt sinn var, einkum hleðslur gamalla bygginga, vörður, réttir o.s.frv. Í Fljótsdal má finna margvíslegar slíkar mannvistarminjar, jafn misjafnar og þær eru margar.

Ljósmyndasýningin er unnin af Örnu Silju Jóhannsdóttur og er afrakstur verkefnisins ,,Fögur fortíð í Fljótsdal“ og var styrkt af samfélagssjóði Fljótsdals, ,,Fögur framtíð í Fljótsdal“. Verkefnið snerist um að taka myndir af mannvistarminjum og afla heimilda, bæði munnlegum frá heimamönnum og rituðum. Ljósmyndasýningin sýnir brot af því mikla úrvali af fornum mannvistaleifum sem dalurinn skartar, ásamt því að fjalla um viðkomandi staði.

Sýningin opnar 1.október klukkan 14 og er opin alla daga 11-17 til 16.október.