Tónleikatvenna í Neskaupstað

Stórsveitin FOCUS og Gunni Þórðar

22. September, 2017 - 23. September, 2017

Ein frægasta rokksveitin á áttunda áratugnum í framsækna geiranum sækir Austurland heim og heldur tónleika í hinu sögufræga félagsheimili Hótel Egilsbúð í Neskaupstað laugardaginn 23. september. Hljómsveitin á marga slagara sem lifað hafa áfram eins og Hocus Pocus, Sylviu og Mother Focus. Hljómsveitin hefur verið í miklu uppáhaldi margra tónlistarmanna á Austurlandi og hafa lög þeirra oft hljómað á tónleikum.

Tónleikarnir eru hluti af JEA – Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi.

Þá eru tónleikar með Gunnari Þórðarsyni í Beituskúrnum föstudaginn 22. september. Gunnar þekkja allir Íslendingar enda hefur hann verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í um hálfa öld.

Athugið að vilji fólk koma og sækja báða tónleikana verður sérstakt tilboðsverð á miðum og á gistingu á Hótel Hildibrand.