Fjórðungur – KOX ljósmyndasýning

Skriðuklaustur

2. July, 2022 - 4. August, 2022

Laugardaginn 2.júlí klukkan 14 opnar ný sýning í Gallerí Klaustur.
Kormákur Máni Hafsteinsson eða KOX, er sjálfstætt starfandi ljósmyndari á Austurlandi. Kox hefur undanfarið vakið sérstaka athygli fyrir filmuljósmyndun sína og á sýningunni „Fjórðungur“ sýnir hann myndir teknar á Austurlandi.
Myndirnar á sýningunni eru teknar vítt og breytt um fjórðunginn og eru allar teknar á „gömlu góðu filmuna“. Með filmuljósmyndun nær KOX fram ákveðrni dýpt og innileika sem erfitt er að ná fram með stafrænni ljósmyndun. Myndir KOX hafa allar ákveðin karater að bera, samblöndu af filmuljósmynduninni og ljósmyndaranum sjálfum.
Hægt er að nálgast verk KOX á Instagram @koxinn.
Sýningin er opin 2.júlí – 4.ágúst, alla daga á opnunartíma safnsins.
Sýningin er sölusýning