108 sólarhyllingar á sumarsólstöðum

22. June, 2020 - 23. June, 2020

Sólarhyllingar eða Surya Namaskar eru röð af jógastöðum sem farið er í gegnum í takt við andardráttinn. Hefð er að æfa 108 sólahyllingar við árstíðarbreytingar; vetrar- og sumarsólstöður og vor- og haustjafndægur.

Sólarhyllingarnar eru bæði líkamlega og andlega krefjandi, þar sem sama hreyfingin er endurtekin aftur og aftur, en ekki svo krefjandi að manneskja í þokkalegu formi sem hefur stundað jóga í einhvern tíma getur klárað þær. Allt sem þú þarft að gera er að halda áfram að hugsa um að fylgja andardrættinum. Innöndun, útöndun, innöndun, útöndun…..

Sólarhyllingarnar fara fram í kringum miðnættið 22. júní, frá 23:00-00:30 í jógastúdíói Simply Yoga í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum.