Fílalag í Egilsbúð

Egilsbúð

15. September, 2023

Fílalag verður með lifandi fílun í Egilsbúð Neskaupstað föstudagskvöldið 15. september 2023!

Fílalag hóf göngu sína sem hlaðvarp árið 2014 og í safni þess eru nú yfir 300 hlaðvarpsþættir auk sjónvarpsseríu fyrir RÚV sem var á dagskrá í vor.

Í þáttunum taka stjórnendur þáttarins, þeir Bergur Ebbi og Snorri Helgason fyrir eitt lag og “fíla” það – þ.e. kryfja tilurð og sögu höfunda og flytjenda og ekki síst tíðarandan og stemminguna sem tónlistin varð til í. Fílalag hefur haldið reglulega live fílanir frá því að þátturinn hóf göngu sína og nú bregða þeir félagar landi undir fót og verða á Tónaflugi í Egilsbúð á Neskaupstað 15. september.

Miðaverð 4.500 kr.

Húsið opnar kl. 20:30 og það er einnig miðasala við innganginn í Egilsbúð.

Fílalag er hluti af Tónaflugi í Neskaupstað sem er samstarfsverkefni SÚN, Hildibrand og Menningarstofu Fjarðabyggðar.