Eru tækifæri í aukinni ræktun á Austurlandi ?

6. March, 2024

Við ætlum að koma saman og ræða ræktun á Austurlandi; stöðuna, áskoranirnar og tækifærin!
Hvar? Hjá Austurbrú, Vonarlandi á Egilsstöðum.
Hvenær? Miðvikudaginn 6. mars kl. 16-18.
Dagskrá:
– Eygló Björk Ólafsdóttir formaður Vor: Eru tækifæri í lífrænni ræktun
– Sigurður Max Jónsson ráðunautur RML: Ræktarland og staða kornræktar á Austurlandi
– Eymundur Magnússon: Kornrækt í Vallanesi í 30 ár
– Umræður um ræktun á Austurlandi.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Hægt að fylgjast með í streymi.
Upplýsingar: [email protected]
Annar fundur í verkefninu Vatnaskil. Sá fyrsti var um Matarauð Austurlands og austfirskt hráefni. Fyrirhuguð málefni eru vatnsból, orkuöflun og orkuskipti, börn og jöfn tækifæri til sveita og fjármál, úthald og kynslóðaskipti.