Er hægt að búa til nýsköpun ?

27. May, 2024

Erindi og umræður um nýsköpun í dreifðum byggðum mánudaginn 27. maí kl. 11-12 á Vonarlandi (húsnæði Austurbrúar) á Egilsstöðum.
Austan mána í samstarfi við Austurbrú býður til erindis og umræðna um aðferðir til að styðja við nýsköpun í dreifðum
byggðum. Fundurinn er sérstaklega ætlaður þeim sem starfa við eða hafa áhuga á að efla nýsköpunarstarf í eigin nærumhverfi og reynt verður að svara því hvaða leiðir eru vænlegar til árangurs.
Uppleggið byggir m.a. á tveggja ára rannsóknar- og þróunarverkefninu Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum sem stutt var af Markáætlun um samfélags­legar áskoranir.
Upphafserindi flytur Arnar Sigurðsson, aðalrannsakandi verkefnisins. Hann hefur verið virkur þátttakandi í nýsköpunarumhverfi Íslands undanfarin ár sem kennari á háskólastigi, frumkvöðull og við að skapa aðstæður til nýsköpunar.
Hægt verður að hlusta í streymi ef óskað er eftir því.
Austurbrú, East of Moon, Austanátt og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið