Endaleysa

í Hafnarhúsinu

17. April, 2021 - 18. May, 2021

Sumarprógram ´uns í Glettu sýningarrými hefst laugardaginn 17.apríl kl.15:00. 

Listamennirnir Elísabet Brynhildardóttir, Eygló Harðardóttir og Guðrún Benónýsdóttir leiða saman hesta sína á sýningunni Endaleysa sem fram fer í sýningarrýminu Gletta á Borgarfirði Eystra 17.apríl 2021. Þar sýna þær ný og eldri verk sem unnin eru út frá samtali þeirra á milli. Endaleysa er fyrsta sýningin af þremur í sýningarröð ´uns Superstructure í sýningarrými Glettu 2021.

Listamennirnir finna gjarnan tengingar í verkum sínum og hugmyndum í gegnum vangaveltur um tímaupplifanir í einhverjum skilningi. Hugmynd um tímleysi á kannski jafnvel við, þær reyna gjarnan á þolmörk okkar með verkum sem liggja milli marka tíma og efnis. Hvernig tími, augnablik eða skynjun gæti jafnvel formast eða vera tjáð og hvernig tímaleysa á sér rætur í öllu sem við fáumst við. Listamennirnir eru gjarnan undir áhrifum frá ólíkum nálgunum á hefðbundnu listhandverki eða listformum eins og teikningu, vefnaði, bókverkagerð eða litun og þeir rannsaka brautir listformanna sem grunnstef í efnislegri sköpun sinni.

Myndlistasjóður styrkir verkefnið.

//

The artists Elísabet Brynhildardóttir, Eygló Harðardóttir og Guðrún Benónýsdóttir come together in the show ´Endaleysa´ at Gletta exhibition space 17th of April 2021. New and old works are built into a combination from a conversation between the artists. Endaleysa is the first exhibition of three in ´uns exhibition serie ´Superstructure´at Gletta in Borgarfjörður Eystri.

The artists find a connection through their notions of time, sort of. The idea of timelessness or non-time is probably accurate when the artists try our boundaries with images that circle between the limits of time and matter. They explore how time, specific moments and sensations could take on some sort of form or could be expressed, and how in the end timelessness is rooted in almost everything we do.

The artists are often under influence from different kinds of traditional art forms such as drawing, weaving, artbookistry and color and those they explore as their ground base in a material creation.

We thank Myndlistarsjóður for generous fundings.

Verkefnið sem hlotið hefur nafnið ´Superstructure´ telur eftirfarandi sýningar;

17.apríl
Endaleysa. Samsýning listamannanna Elísabetar Brynhildardóttir, Eyglóar Harðardóttur og Guðrúnar Benónýsdóttur.

22.maí
Samsýning listamannanna Anna Hallin, Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur, Kristínar Reynisdóttur og Olgu Bergman.

31.júlí
Þá sýna listamennirnir Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar og Esteban Rivera

26.júní Opnar í Glettu sýning listamannanna Gylfa Sigurðssonar, Geirþrúðar Einarsdóttur, Rúnars Arnar Marinóssonar, Auðar Ómarsdóttur og Andra Björgvinssonar. Sýning þessi er skipulögð og í sýningarstjórn Andra Björgvinssonar.