EMMSJÉ GAUTI Á TÓNAFLUGI
28. June, 2024
Emmsjé Gauti er sviðsnafn rapparans Gauta Þeys Mássonar. Hann gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2011 og hann er án nokkurs vafa einhver skemmtilegasti „performer“ landins – þar sem Gauti er þar er stuð og gaman að vera!
Árið 2016 gaf hann út breiðskífurnar „Vagg&Velta“ og „Sautjándi nóvember“ en fyrir þá fyrrnefndu var Gauti tilnefndur til alls níu verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum og fór heim með fimm af þeim – beat that.
Gauti er þekktur fyrir metnaðarfulla sviðsframkomu og leggur sig allan fram við að gera sem mest úr upplifun áhorfenda. Þú þarft ekki að fíla tónlist til að hafa gaman af þessum tónleikum, bara að hafa gaman af því að skemmta þér!
ATHUGIÐ >>> Miðaverð í forsölu á Tix er 5490 kr. en 6990 kr. í hurð svo það margborgar sig að kaupa í forsölu
Fyrr um daginn býður SÚN og Menningarstofa Fjarðabyggðar upp á barnaskemmtun með Emmsjé Gauta þar sem hann mun taka nokkur lög í Egilsbúð og bjóða upp á myndatöku. Tímasetning verður auglýst síðar en ekki mun kosta inn á hana
Tónleikarnir eru hluti af Tónaflugi í Neskaupstað sem er samstarfsverkefni SÚN, Beituskúrsins/Hildibrand og Menningarstofu Fjarðabyggðar – þetta verður geggjað – sjáumst í stuði!