ÉG TALA PÍNU ÍSLENSKU

Beljandi Brugghús

26. June, 2022 - 24. July, 2022

Það er ekkert leyndarmál að tungumálakunnátta er ekki alltaf það sem Bandaríkjamenn eru bestir í og eiga auðvelt með að tileinka sér. Þetta á einnig við listamanninn Marc Alexander, sem flutti til Íslands frá Boston 2019 og býr nú á Fáskrúðsfirði. Þrátt fyrir að hann hafi sótt fjöldann allan af íslensku námskeiðum þá raðast bókstafirnir ekki upp líkt og hann myndi óska sér né eru þeir til friðs og almennilega skiljanlegir. Á hinn bóginn eru litir það tungumál sem Marc skilur vel og á því tungumáli hefur hann fulla stjórn og getur nýtt sér á margbrotinn máta. Fyrir honum eru litir tungumál landsins sem hann flutti til líkt og hljóðin sem eru allt um liggjandi og tungumálið okkar.

Marc tjáir djúpa ást sína á Íslandi með klippimyndum sínum og samsettri list. Hann vinnur með úrklippur sem hann hefur safnað saman sem sýna list, tónlist og tísku síðustu áratugi sem og ljósmyndir úr tískutímaritum, af íþróttum og lífi hinna ríku og frægu. Þessu öllu skeytir hann saman við íslenska náttúru þannig að úr verður ný merking og ný sýn á samfélagið. Sýn aðkomumannsins sem umfaðmar hinn nýja stað sem er fyrir honum allt í senn: Dásamlega undarlegur en um leið sá undurfagri staður sem er Heima.