Dyrfjallahlaupið 2022
8. July, 2022 - 10. July, 2022
Dyrfjallahlaupið 2022 er utanvegarhlaup á Víknaslóðum í nágrenni Borgarfjarðar eystri. Hægt er að velja um tvær leiðir, 12 eða 24 km sem fara um fjölbreytt og stórbrotið landslag með Dyrfjöllin vakandi yfir okkur hinum megin í firðinum í allri sinni dýrð.
Dyrfjallahlaupið er fyrir löngu búið að stimpla sig inn sem eitt af skemmtilegustu utanvegarhlaupum Íslands og metþátttaka var í fyrra með vel yfir 400 þátttakendur sem sigruðust á þessari frábæru áskorun. Vegleg dagskrá verður í kringum hlaupið í ár þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Í ár verður hægt að kaupa þátttökuverðlaun og boli með aðgöngumiðanum en það er ekki nauðsynlegt. Verðlaunagripirnir og bolirnir verða afhentir eftir hlaupið. Einnig verður hægt að kaupa miða í veglegt matarhlaðborð eftir hlaupið hjá Já Sæll í Fjarðarborg
Dagskrá 2022
Föstudagur 8. júlí 2022
20:00 Ari Eldjárn – Uppistand í Fjarðarborg
Laugardagur 9. júlí 2022
10:00 – Ræst í 24 km hlaupið
11:00 – Ræst í 12 km hlaupið
16:00 – Endamarki lokað
17:00 – Jóga út á Bryggju hjá Blábjörg Resort
18:00 – Hlaðborð í Fjarðaborg
20:00 – Karíókí stemning með Lóu
21:30 – FM Belfast dj-set í Fjarðarborg
Sunnudagur 10. júlí 2022
12:00 – 15:00 – Fjölskylduganga á Kúahjalla