Dúndurfréttir í Egilssbúð

16. October, 2021

Dúndurfréttir í Egilssbúð
Laugardaginn 16. október kl. 21:00
Egilsbúð, Neskaupstað
Miðaverð: 3.990 kr.

Tónaflug með Dúndurfréttum í Egilsbúð

Hljómsveitin Dúndurfréttir hefur undanfarin ár verið þekkt fyrir að spila klassískt rokk af ýmsum toga. Þar má nefna hljómsveitir á borð við Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple, Urian Heep, Bítlana, Kansas, Boston og Queen.

Þeir ætla að mæta í Egilsbúð í Neskaupstað laugardagskvöldið 16. október og flytja vel valda blöndu og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi af þessu hlaðborði rokksins. Gleðin verður í fyrirrúmi og markmiðið er að hver einasta manneskja gangi glöð út úr Egilsbúð eftir þessa tónleika.

Tónleikarnir eru hluti af Tónaflugi í Neskaupstað sem er samstarfsverkefni SÚN, Menningarstofu Fjarðabyggðar, og Beituskúrsins/Hildibrand.

Forsala miða er á Tix.is.