DAN VAN DANGO & hættulegir menn á Tehúsinu
10. August, 2024
Dan Van Dango og Hættulegir menn leika lög af síðustu plötum og kannski læðist inn eitthvað af eldra og nýrra efni. Næturprinsinn, Spilakassar og Vandræði í Varmahlíð verða á sínum stað. Mögulega síðustu tónleikar Dans.
Hættulegir menn eru: Flóki Árnason á trommur, Kjartan Orri Ingasson aka. Koi á kassagítar og bakraddir, Gísli Árnason á bassa og Kristján Kristmannson stórhættulegur á saxófón og hljóðgervla.
Krissi er hafnfirskt söngskáld sem leikur á gítar og syngur um útihlaup, Hafnfirðinga, lífið og tilveruna. Hann hefur spilað töluvert undanfarið og er með sína fyrstu plötu í burðarliðnum.
2000 krónur miðinn