Dagar myrkurs í Safnahúsinu

Minjasafn Austurlands

2. November, 2022

Í tilefni af Dögum myrkurs bjóða bókasafnið og minjasafnið upp á skemmtilega samverustund í Safnahúsinu miðvikudaginn 2. nóvember kl. 13:00-18:00.
Ratleikur, ljóðaföndur, „breakout“ þraut og fleira skemmtilegt.
Sýningin á verkum grunnskólanema úr smiðju um álfkonudúkinn frá Burstafelli sem minjasafnið stóð fyrir í tengslum við BRAS verður opin í sýningarsal minjasafnsins.
Allir velkomnir!