Dagar myrkurs í Hálsaskógi: Kakó, vofur og töfratré

28. October, 2021

Dagar myrkurs í Hálsaskógi: Kakó, vofur og töfratré
Fimmtudaginn 28. Október kl. 17:00
Hálsaskógi, Djúpavogi

Við fögnum dögum myrkurs í Hálsaskógi og bjóðum ykkur upp á kaffi, kakó og ástarpunga í skóginum 28. október.
Töfratréð verður ekki á sínum stað, það hefur flutt sig um set svo munið að taka vasaljósin með.
Ekki örvænta þó þið komist ekki á fimmtudag því töfrar trésins duga fram eftir vetri þó vofurnar sem sveima milli trjánna verða farnar þegar dögum myrkurs lýkur.