Cranioplasty
Menningarstofa Fjarðabyggðar
8. July, 2022 - 21. July, 2022
Sýningin Cranioplasty er úrvinnsla reynslu listamannsins þar sem Selma gekkst undir slíkar aðgerðir í kjölfar áverka sem hún varð fyrir síðastliðið ár. Verkin eru unnin út frá marglaga og óhlutbundnu bataferli sem hefur óskilgreindan enda. Selma dvaldi í foreldrahúsum á Eskifirði eftir langa spítaladvöl til að ná bata en þar vann hún jafnframt að myndlist sinni sem mikilvægum þætti af bataferlinu. Umvafin fjöllunum sem Selma þekkir svo vel frá uppvaxtarárum sínum tókst henni að vinna sig í gegnum myrkrið.
Selma Hreggviðsdóttir útskrifaðist með MFA frá Glasgow school of Art árið 2014 og BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2010. Selma hefur sýnt víða hér heima og erlendis og var hún tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Rými sem Selma hefur meðal annars sýnt í eru Kling and Bang Reykjavík, Berg Contemporary Reykjavík, Civic Room Glasgó, Nýlistasafninu Reykjavík, Listasafni Akureyrar, Space 52 Aþenu og Klingental Basel. Selma er stjórnarmeðlimur Kling & Bang og hefur unnið og staðið að ýmsum útgáfum og öðrum sýningartengdum verkefnum. Selma lauk einnig Meistaragráðu í Listkennslufræðum 2020 og hefur unnið við kennslu í Listaháskóla Íslands og Myndlistarskóla Reykjavíkur.