Coney Island Babies með félögum úr SinfóAust

Egilsbúð

8. October, 2022

Coney Island Babies með félögum úr SinfóAust

Hljómsveitin Coney Island Babies frá Neskaupstað og félagar úr Sinfóníuhljómsveit Austurlands sameina krafta sína á stórtónleikum í félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað 8. október. Flutt verða valin lög af hljóðversplötum Coney Island Babies í nýjum útsetningum sem Jón Ólafsson hefur haft veg og vanda af.

Coney Island Babies var stofnuð í febrúar 2004 í Neskaupstað og er ein elsta starfandi hljómsveit Austurlands. Hún hefur gefið út plöturnar Morning to Kill (2012) og Curbstone (2020), báðar aðgengilegar á Spotify, og komið fram á tónlistarhátíðum og tónleikum víða um landið.

Sinfóníuhljómsveit Austurlands var stofnuð 10. maí 2018 á Reyðarfirði af sjö austfirskum hljóðfæraleikurum og fyrstu tónleikar hennar fóru fram þann 1. desember 2018 í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði.

Þetta er í fyrsta sinn sem félagar í Sinfóníuhljómsveit Austurlands rugla saman reitum við austfirska rokkhljómsveit og því óhætt að tala um tímamótaviðburð í austfirsku menningarlífi.

Fram koma:

Geir Sigurpáll Hlöðversson – söngur, gítar og hljómborð

Guðmundur Höskuldsson – gítar

Jón Hafliði Sigurjónsson – bassi

Jón Knútur Ásmundsson – trommur og slagverk

Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir – hljómborð og söngur

Charles Ross – víóla og fiðla

Mairi Louisa – víóla og fiðla

Suncana Slamnig – selló

Guido Baumer – saxófónn

Vigdís Klara Aradóttir – saxófónn

Berglind Halldórsdóttir – klarínett

Páll Ívan frá Eiðum – kontrabassi

Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Menningarstofu Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöð Austurlands en auk þess njóta þeir stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, sveitarfélagsins Fjarðabyggðar, Sparisjóðs Austurlands og Tónlistarsjóðs Rannís.

Verð er 4900 kr og fer miðasala fram á tix.is