Church/School – videófrumsýning

29. October, 2021

Church/School – videófrumsýning
Föstudaginn 29. október kl. 22:00
Valhöll, Eskifirði

Peter Liversidge & Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band

Að loknum tónleikum í Tónlistarmiðstöðinni verða tvö myndbönd við hin epísku spunatónverk Benna Hemm Hemm, sem tekin eru upp og sett saman af breska myndlistarmanninum Peter Liversidge, heimsfrumsýnd í Valhöll á Eskifirði föstudaginn 29. október kl. 22:00.

Verkin eru samtals um 50 mínútur að lengd og verða sýnd í heild sinni í fyrsta sinn í Valhöll á Dögum myrkurs í Fjarðabyggð.

Peter Liversidge verður á staðnum og hægt verður að spyrja hann út í verkin að sýningu lokinni.

Ekki missa af einstöku tækifæri til að sjá þessi stórfenglegu vídeóverk á stóru tjaldi í góðum hljómgæðum, þar sem hægt er að ræða við höfund verksins að sýningu lokinni.

Aðgangur er ókeypis og barinn verður opinn.