Cauda Collective – Að heiman
15. July, 2020
Kammertónlistarhópurinn Cauda Collective tekur þátt í Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2020 með tónleikum miðvikudaginn 15. júlí kl. 20:30.
Cauda Collective er kammertónlistarhópur sem hefur það að markmiði að blanda klassískri kammertónlist við nýja tónlist og flétta saman við önnur listform. Cauda Collective leikur sígilda og samtímatónlist úr ýmsum áttum og leitar leiða til að brjóta upp tónleikaformið, ögra hlutverki tónlistarflytjandans og frumflytja ný tónverk. Hópurinn tekur á sig ýmsa mynd hvað varðar hljóðfærasamsetningu, en á tónleikunum í Bláu kirkjunni munu Sigrún Harðardóttir fiðluleikari og Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari leika tónverk sem öll eru innblásin af heimahögum og þjóðlagatónlist eftir tónskáldin Bela Bartok, Bohuslav Martinů, Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur og Birgit Djupedal, auk nýrra útsetninga á íslenskum þjóðlögum.