Byrjendanámskeið í fjallahjólreiðum

24. May, 2024 - 25. May, 2024

Viltu leika þér á hjólinu í náttúrunni? Byrjendanámskeiðið Fjallahjól 103 hjá Hjólaskólanum kemur þér af stað! Lærir allan grunn og meira til!
.
**** föstudaginn 24. maí kl 16.30-18.30/19 og laugardaginn 25. maí 2024 kl. 11- 13./13.30.
*** Hvert námskeið er í tvo daga, í ca. 2 klst.***
Skráning: Senda nafn, kt og símanúmer til [email protected]
Hjólaskólinn heldur tveggja daga byrjendanámskeið. Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja læra grunntækni í fjallahjólreiðum, vilja bæta sig enn frekar.
Hentar bæði algjörum byrjendum og þeim sem eru aðeins byrjaðir að fjallahjóla og vilja auka sjálfstraustið og læra meira. Aldurslágmark er 16 ár.
Hjól:
Fjallahjól með grófum dekkjum – hardtail eða fulldempað. Rafmagnsfjallahjól eru meira en velkomin!
Dagsetning og staðsetning:
Föstudaginn 24. maí kl. 16.30 – 18.30/19 á Eskifirði og laugardaginn 25. maí kl. 11 – 13/13.30 á Eskifirði (nánari staðsetning verður auglýst síðar).
Námskeiðsverð: Kr. 23.000.- og greiðist sem fyrst til að staðfesta plássið. Takmarkað pláss er á námskeiðinu en lágmarks þátttaka er 8 manns svo námskeiðið verði haldið.
Greiðsluupplýsingar koma bæði í staðfestingartilkynningu eftir skráninguna og í tölvupósti.
ATH. Mörg stéttarfélög endurgreiða að fullu eða að hluta til fyrir námskeið eins og þetta.