Brenglað, bogið, bylgjað

Skaftfell

27. November, 2021 - 30. January, 2022

27. nóvember 2021 – 30. janúar 2022

Opnun á laugardaginn 27. nóvember, kl. 16:00-18:00 í sýningarsalnum.Leiðsögn með listamönnunum fer fram sunnudaginn 28. nóvember kl. 13:00.

Opnunartími: Mán-fös kl. 12:00-20:00, lau-sun kl. 16:00-20:00
Aðgangur er ókeypis og gengið í gegnum bistróið á fyrstu hæð.

Á samsýningunni Brenglað, bogið, bylgjað gefur að líta annars vegar málverk eftir Söru Gillies (EN/IS) og hins vegar þrívíð gólfverk eftir Ragnheiði Káradóttur (IS). Verkin vinna þær hvor í sínu lagi en eiga það sameiginlegt að sköpunarferli beggja einkennist af leikgleði auk þess sem þær vinna báðar út frá innsæi og í samtali við efniviðinn sem leiðir þær áfram að niðurstöðu.

Sýningaropnun fer fram laugardaginn 27. nóvember, kl. 16:00-18:00.

Léttar veitingar verða í boði og eru allir velkomnir.

Leiðsögn með Ragnheiði og Söru verður sunnudaginn 28. nóvember, kl. 13:00.