BRAS: Víkinga – og fornleifasmiðja
18. September, 2024
Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa bjóða til víkingasmiðju í tengslum við BRAS og sýninguna Landnámskonan.
Á sýningunni Landnámskonan er fjallað um merka fornleifafundi á Austurlandi og til sýnis eru merkilegir gripir frá víkingatímum sem fundist hafa hér á svæðinu.
Í smiðjunni verður m.a. boðið uppá:
– Barnvæna leiðsögn um sýninguna.
– Fornleifasmiðju þar sem þátttakendur fá að bregða sér í hlutverk fornleifafræðinga og grafa eftir þykistu fornleifum.
– Víkingabúningamátun.
– Hnefatafl og fleiri leiki.
– Barnvæna leiðsögn um sýninguna.
– Fornleifasmiðju þar sem þátttakendur fá að bregða sér í hlutverk fornleifafræðinga og grafa eftir þykistu fornleifum.
– Víkingabúningamátun.
– Hnefatafl og fleiri leiki.
Viðburðurinn stendur frá kl. 16:00-18:00, hægt að koma og fara að vild.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin!