BRAS: Örmyndasmiðja fyrir 14-18 ára

14. September, 2024

Auðdís Tinna kvikmyndagerðarkona leiðir smiðju fyrir ungt fólk á aldrinum 14-18 ára um gerð mínútumynda á BRASinu, í samstarfi við alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðina UngRIFF. Á námskeiðinum læra þátttakendur um gerð mínútumynda.
The One MInutes er sýningarröð sem á rætur sínar að rekja til ársins 1998 og verður afrakstur smiðjunnar „Mínútumyndir“ sendur inn í keppnina og mun þ.a.l. koma til greina fyrir sýningarröðina.
Markmiðið er að veita börnum á Austurlandi tækifæri til að þróa færni á sviði kvikmyndagerðar með því að veita innsýn í handritagerð, framleiðslu og eftirvinnslu. Auk þess að hvetja til skapandi hugsunar og að auka menningarlæsi.
Námskeiðið er ókeypis en aðeins 12 sæti laus – fyrstur kemur fyrstur fær.
Skráning á [email protected]