BONY MAN í Tónspili
24. January, 2025
Tónleikaröðin STRENGIR hefst árið 2025 í Tónspili í Neskaupstað með Bony Man.
Bony Man er listamannsnafn Guðlaugs Jóns Árnasonar. Fyrsta breiðskífa hans, Cinnamon Fields, hlaut góðar viðtökur og var tilnefnd plata ársins í sínum flokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022. Hann vinnur nú að gerð nýrrar breiðskífu og ætlar að koma fram í BRJÁN föstudaginn 24. janúar til að spila bæði gamalt efni og nýtt fyrir alla sem vilja heyra.Það er BRJÁN og Menningarstofa Fjarðabyggðar/Tónlistarmiðstöð Austurlands sem standa fyrir Strengjum í Tónspil og gera það með stuðningi frá SÚN.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00
Miðaverð 2500 kr. og það er posi á staðnum