Berufjarðarskarð
7. July, 2024
Gamla þjóðleiðin yfir Berufjarðarskarð gengin. Þetta var fjölfarinn alfaravegur fram á síðustu öld og hluti af póstleið frá Héraði um Breiðdalsheiði til Djúpavogs. Leiðin liggur í 700 metra hæð yfir sjó í skarðinu þaðan sem er geysivíðsýnt. Breiðdalsmegin gefur að líta hleðslu frá vegabótum sem Jón Finnbogason frá Ásunnarstöðum í Breiðdal sá um seint á 19. öld. Fararstjóri: Jónas Bjarki Björnsson